28.3.2013 | 08:09
Þing Jóu og Steina 2012
Þau eiga langa sælusögu,
sukk að vaða upp í kvið.
Jóa og Steini draga drögu
og dæla fé í auðvaldið.
Góðu málin liggja í lág,
ljósast stór er vandinn,
ríkisstjórn í burðum bág,
brotinn margur landinn.
Þingið laun sín lagað gat,
ljúf eru Steini og Jóa,
öryrkinn fær ei fyrir mat,
fær þó skatta nóga.
Leikið er vort lífsins tál
lygið eins og fjandinn,
þar vilja öll merkust mál
mestan renna í sandinn.
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.