Í blekkingarheimi 2009

- Í upphafi skyldi endinn skoða,
ástandið er ekki gæfulegt hér:
Lán eru í óskilum, líf margra í voða,
landsflóttinn einn til að bjarga sér.

Skarfar á Alþingi skelfa mig enn
skynsemin segir þá arga
og að þeir séu bara þurfamenn
í þykistuleik við að bjarga.

Hægri stjórn var borin brott
bandalag spilltrar klíku
nú vinstri stjórnin færir flott
fé manna til þeirra ríku.

Steingrímur æsist í yfirklór,
alþýðu blekkir sem túður.
Skara vill ólmur Icesaveflór,
oft segði fyrr vera klúður.

Úti á torgunum mótmæla menn
meta okkar sjálfstæði stútað.
Á Íslandi fáraðist enginn í denn
þó einhverjum strump væri mútað.

Þið blindu í blekkingaheimi:
Bretar taka alltaf í görn.
Hættið ykkar helvítis breimi
og haldiði þjóðinni vörn.

 

Stjórnarflokkarnir 2011

Á okkar landi hafa hatur,

henda grátt við mannlífið,

landráð þeim sem ljúfur matur

leiðtoganna sjónarmið.

Ég höggva vil það hroðalið

og hausana setja við rassgatið.

 

Bjarni Ben 2011

Í Ícesavemálum ægislyngur

atkvæði sitt á þjóðu braut.

Hafðu vit á því vesalingur

að vella ekki meiri graut.

 

Sigmundur Davíð 29.3.13

Bestan tel ég frammara

sem liðið lík,

þeir léku svo af brjálæði

öryrkjana forðum

en vinsældir Sigmundar

til atkvæða er sík

að sjálfstæðisflokkurinn

riðar úr skorðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband