29.3.2013 | 07:30
Lifi byltingin 2009
Víst eru stjórnvöld hér vitinu fjær
og vandamál títt af þeim skapast.
Hrópar nú fólkið:,,Herrann sé nær,
hvernig gátu milljarðarnir tapast"?
Fanta er siður að færa spjót að þér
fullyrða svo þeir beri ei til þín kala
en ei dugir fagurgalinn einn og sér
því að einnig þurfa verkin að tala.
Græna bólan 2009
Í ræðumennskunni undra skýr
og alltaf til ráða góður.
Í stjórnarandstöðu stæltur fýr
Steingrímur viskusjóður.
Sækir nú skart í siðleysið
sýnir taktana slæma
myndi með réttu á rassgatið
rúgbrauðskrossi að sæma.
Íhaldsstjórnin ei segist sek
siðlaus öðrum fremur
en Steingrím vantar þor og þrek
þegar á hólminn kemur.
Stjórnin er honum raun til ráða,
reynist þar ekki beysinn:
Bankana fláráður býður að náða
og bjóða upp alþýðuhreysin.
Það er ljóst, á þennan hátt
sem þegin er sérhver dúsan:
- Draga ríkum fjandi flátt
og fólkið borgi brúsann.
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.