Að horfa á heiminn

Það horfir hver á heiminn

út frá sjálfum sér

og þess vegna eiga margir

erfitt með að skilja þá

sem sjá hann

frá öðrum bæjardyrum.

 

Hver skilur öryrkjann

sem hangir á horriminni

hrjáður og smáður

og gamalmennið

sem berst í bökkum

vegna þess að auðvaldið

gramsar til sín

megininu af kökunni

sem allir eiga að nærast á?

 

Afkoman 2012

Ei er góður útgjaldanna halli

eins er það með vitleysuna í kalli

að hann beri að fæða

og örlítið að klæða

annars muni hann velta af vegastalli.

 

Lítilmagninn

Fyrir lítilmagnann ætíð er

erfitt rétti að ná

auðvaldskrumlan æðaber

auði að sleppa er þrá.

Það gerir best hver sjálfum sér

góðverkunum skil

því undan margur fljótast fer,

flón verða alltaf til.

 

Lausnir

Oft á göfugur ráð til rausna,

réttlæti hans er ei sorp á haugi.

Flest eiga málin leið til lausna

ljóst sé viskan efst á baugi.

 

Gapir í loftið görótt sála

gremjast lætur ónæðið

en góður leggur gott til mála

og glaður leysir verkefnið.

 

Vingjarnleiki og vinakynni

vinna margt til bóta,

verðmætast í veröldinni

vaka, elska og njóta.

 

Án ljúflegheita

Hér áður menn leituðu sér lúsa og geita,

ljótur er af þeim kláðinn.

Nú les ég þeim stykkin án ljúflegheita,

leikslokin sýnast óráðin.

 

Mér finnst það vera fjandi strangt

fjarviðrast svo sterkum orðum

en hvað er of stutt og hvað er of langt

er heimilið sett er úr skorðum?

 

Afleiðingar hlutanna

Um afleiðing hlutanna kasta ég klausu

að hvað leiði af öðru ég tel ekki blaður.

Sumt gerist ekki að ástæðulausu

ég ætla því betra að vera eins og maður.

 

Til blekkinga leikarar harðsoðnir halda,

hvar fást betri rullur en á stjórnarþingum?

Óhroðinn magnast og vitfirring valda,

sem er vandi dauðans af fjármálahringum.

 

Það er göfugt markmið að gera sitt besta,

ganga braut lífsins með kærleik í hjarta

að reyna af íturð ei fögrum málum fresta,

feta veg réttlætis það má hvern skarta.

 

Um þjóðfélagið 2012

Að rétta af þjóðlífið sækist mjög seint

af syndum hér fátt er talið.

Harðvítugt glæpalið ljóslega og leynt

hefur logið og stolið og falið.

 

Almúginn segir, ei þingmönnum þakkið
þeir hafa ekki unnið mér eða þér.
Þar hefur stöðugt allt helvítið pakkið
verið að hlaða undir rassana á sér. 

 

Aumingjar hafa á ýmsum stöðum setu

og ei gott að vita hver reynist skást.

Þegar menn hafa ekki þroska eða getu

þýðir víst lítið um það að fást.

 

Ei leyfist öryrkja að seðja sinn svang
af sóðum er jafnóðum rúinn
og heimskan verður að hafa sinn gang
hún er af mönnum til búin.

 

Marga vantar mat að borða
mega þola skort og pín.
Lengi man til ,,Íhalds” orða:
,,Þeir ættu bara að skammast sín”!

 

Það er bágt í þurrum hópi

þjást og finna til.

Ætti ég bara ögn af dópi

algleymis nyti um stundarbil.

 

Þjóð í öngum sínum 18.12.12

Bágt er nú ástand í borgum og dölum

búið á sálunum fólk löngu er,

menn eigra á klósett í Alþingissölum

og erindið er til að farga sér..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband