3.4.2013 | 00:12
Af sjónvarpsumræðum framboðanna 2.4.13
Mér fannst Guðmundur Franklín koma lang best út úr hverju því máleni sem tekið var fyrir með hnitmiðuðum stuttum og skeleggum skýringum sínum og Sigmundur Davíð vera sá eini af Fjórflokknum einhvers virði og Birgitta alls ekki slök. Ég tel að Dögun komist ekki langt í atkvæðasmölun með Margréti í forsvari og það að flokkurinn hafi ekki sett Andreu í það hlutverk vera eftir annarri heimsku réttinda sem menn af þingi ávinna sér. Ég er alltaf jafn óánægður og hundleiður með hvað Árna Páli hefur leyfist að bulla út í eitt um ekki neitt í fjölmiðlum og mér finnst Katrín og hann algjörlega geld og ráðþrota allra úrlausna eins og flokkar þeirra hafa verið allt kjörtímabilð.
Ég tel þjóðina eiga í meira lagi hóp einfeldninga og kjána ef flokkar þeirra þurrkast ekki út af þingi núna. Þótt fulltrúi Bjartrar framtíðar hafi alls ekki verið slakur, tel ég það framboð ekkert hafa fram að færa nema sama dugleysið og verið hefur hjá fyrrum fulltrúum fólksins sem ekki gátu staðið sig á þingi en vilja þó fá að þvælast þar áfram sem fleiri fyrir gott kaup og sjálfa sig. Ég tel að leyfa hefði átt fulltrúum nýju framboðanna að tjá sig meira um þeirra málefni en gert var og nokkuð nóg sé komið til ömunar af fyrirsjáanlegu síenduteknu óráðbulli hinna eldri flesra. Ég kveð með ljóði dagsins: Gleðileikir náttúrunnar
Á ýmsa vegu reika má yndi og þrá,
- oft fara hommar bak við menn.
- Flestar hafa gleðikonur í sig og á,
ást er nautna fegurst er ég kenn.
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.