Hvað er svo aumt sem kratarnir? 17.4.13

Ég er öryrki sem þarfnast mikils af lyfjum til að halda líftórunni og nú á ég að nýjusu reglunum að greiða 16000 kr fyrir næsta skammt.

 

Svo segir ríkisstjórnin að ekki sé verið að auka gjaldtöku af sjúklingum, það má lengi ljúga að fólki og blekkja þá sem þekkja ekki vandann af eigin raun og að þótt mikið hafi verið skorið niður sé þjónustan óskert þrátt fyrir það. Í dag ætlaði ég að fá stofutíma á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað hjá yfirlyflækninum en hann var sagður upppantaður út maí en nú er miður apríl. 

 

Ég bað þá um tíma hjá þeim lækni sem bara fljótast yrði komast að hjá en var sagt að það væri engan tíma að fá fyrr en á föstudag í næstu viku og það eru 10 dagar þangað til.  Ég tel að ástandið í heilsugjæslunni sé óþolandi og víða mikið verra en hér í fámenninu á mörkum hins óbyggilega og vitað tel ég að það hafi kostað fjölda mannslífa.  Og þetta er nú bara partur af prógramminu.  Endurkjósið ekki svínarí Fjórflokksins yfir ykkur enn á ný:

 

Vinstri stjórn ætíð á vitinu sat

væri af því eitthvað að hafa:

Best taldi fólkinu að betla mat

og burðast með skuldaklafa.

 

Meistarakokkur í meinbögum

megnar best réttlætið sveigja.

Endaslepp er svo í lyfjalögum

að ljóst kunna menn af deyja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband