22.4.2013 | 20:57
Kosningaumræður á Stöð 2, 22.4.13
Kosningaumræður voru í kvöld á Stöð 2 og fengu þar aðeins þáttöku fulltrúar hins illræmda Fjórflokks, sem ég tel vera, þótt svo flestir muni hafa áður fengið meira en nó af ómerkilegheitum þeirra síendurtekinum. Fulltrúi Bjartrar framtíðar Árni Múli fékk þó líka að slæðast þarna með á þessa senu en ég skil ekki til hvers eða af hverju því að þáttarstjórnendur ónefndir, karl og kona, pössuðu upp á að taka af honum orðið jafnóðum svo sjaldan þó sem honum var gefið það. Hann var þó áberandi lang besti málflytjandinn og líklegastur til afreka á Alþingi. Ég tel þetta vera enn eitt dæmið af hlutdrægni og mismunun af þáttarstjórnendum sem ég hef orðið vitni að í fleiri þessara þátta, við að verja nýju flokkunum að kynna sig fyrir kjósendum og þjóðinni.
Væntingar betri tíða
Miklar voru væntingarnar
vinstristjórnarbata.
Nú eru þær flestar farnar,
fólk þá kallar rata.
Og til hægri fólk vill flýja,
fyrrum þó að kveldi mest,
frekar en kjósa flokka nýja
og farga þeirra svikapest.
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.