Hvað á að kjósa? 23.4.13

Blekking mörg nú geysar grá

þar glæpahugir leynast

að byggja á sinni þörf og þrá,

það má bestan reynast.

 

Er flestir ljúga lífs er best

leysa um sig og múna,

gömlu fantarnir gapa mest,

gef þeim fretið núna.

 

Menn skilja ekki vandamálin fyrr en þau káfa upp á þá sjálfa. Ég er marg niðurskorið og féflett gamalmenni og öryrki af síðustu ríkisstjórn sem lofaði að standa vörð um heimili mitt og verja kjör aldraða og öryrkja og hafa látið sig hafa það misrétti að leiðrétta kjör sjálfa sín og annarra hálaunamanna en ekki mín ónógu laun til framfærslu. Ég hef lifað að miklu leiti á betli allt kjörtímabilið og verið löngu flæmdur af heimili mínu af þeim vegna fjárskorts ætti ég ekki fjölskyldu og vini til að ganga undir mér. Enginn þingmaður allt kjörtímabilið fékkst til að sinna mér með að breyta ólögum sem varða við stjórnarskrár- og mannréttindabrot, sem varna því að ég fái heimilisuppbót upp á rúm 30 þúsund á mánuði eins og allir einstaklingar í landinu fá sem búa einir nema þeir séu kvæntir eða giftir og ég hef ekki viljað láta níða mig til að skilja við konu mína fyrir að hafa veikst og orðið að yfirgefa mig. Ég ætla að setja hér eldra ljóð mitt er fjallar aðeins um þessa hlið mannlífsins:

 

Að horfa á heiminn

Það horfir hver á heiminn

út frá sjálfum sér

og þess vegna eiga margir

erfitt með að skilja þá

sem sjá hann

frá öðrum bæjardyrum.

 

Hver skilur öryrkjann

sem hangir á horriminni

hrjáður og smáður

og gamalmennið

sem berst í bökkum

vegna þess að auðvaldið

gramsar til sín

megininu af kökunni

sem allir eiga að nærast á?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ætlar þú að kjósa þann 23. apríl Einar? Ég hélt að það væri 27.   Flottar vísur hjá þér.

Hefði samt sagt, "gamlir fantar gapa mest

gef þeim fetið núna", svona upp á taktinn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2013 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband