25.4.2013 | 10:06
Flokkur heimilanna 25.4.13
Ég tel að Flokkur heimilanna hljóti að hafa halað inn mörg atkæði er foringi þeirra Pétur Gunnlaugsson sat fyrir svörum á Stöð 1 í gærkvöldi. Ég held ég hafi ekki fyrr séð og heyrt stjórnmálaforingja fara svo gjörsamlega á kostum eins og hann gerði í þessum þætti. Mér fannst sem spyrlarnir, karl og kona, upplifðu það í forundran sem þeir hefðu ekki fyrr gert sér grein fyrir því ástandi sem hann lýsti þarna svo vel og tætti í sundur hina hroðalegu spillingu af stjórnarfari Fjórflokksins.
Heimilin eru hornsteinn samfélagsins og nú síðustu forvöð að gera upp við sig hvar exið á að lenda á kjörseðlinum. Hvað sem er með aðra varðandi hagsmuni heimilanna þá tel ég eitt víst að öllum frambjóðendum þessa flokks sem ég hef heyrt er alvara með það að ætla að berjast fyrir hagsmunum okkar. Ég tel mikið vit í að treysta þeim fyrir atkvæði mínu en ekki koma til greina að treysta þeim enn og aftur sem eru búnir að marg svíkja okkur, Fjórflokknum og skora á alla að gefa honum frí og veðja á þessa til bættra hátta.
Ég hef talið mig frekar til vinstri en hægri í pólitík og tel nú vera fullreynt eftir að við fengum loksins vinstri stjórn í landinu til 4ra ára setu að þetta sé bara allt sama ójafnaðaróværan, nema þá að ég tel hana hafa reynst mér sem öryrkja og gamalmenni enn verri hægri föntunum en þeir hafa eins og þjóð veit verið margdæmdir af Hæstarétti landsins fyrir siðleysi og mannréttinabrot á öryrkjum en hinir eru bara ódæmdir enn fyrir það sama, það tel ég aðalmuninn. Ætli það sé ekki meira en lítið að hjá fólki sem veit þetta og kýs samt slíka trúnaðarbrestamenn fyrir sig til að níðast á sjúku jafnt sem öldruðu fólki?
Sakópatar dauðans 2012
Tíðum snauða tæta og skera
títt á auðvald milljarð ber.
Þeir sem enga ábyrgð bera
allt þeir mega leyfa sér.
Erindi hún átti á þig
yndis njóta að vana.
Sakópatasamfylking
svíðir öryrkjana.
Á hér lítill enga vernd?
Aldinn maður stundi:
-Það er raun að vera
með réttlætiskennd
og riðið eins og hundi.
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.