27.4.2013 | 06:57
Kvöldið fyrir kosningar á stöð 1, 26.4.13
Það bar m.a. til tíðinda í þættinum að gengið var að frambjóðendum með að svara hvort þeir ætluðu að laga kjör öryrkja og aldaðra ef þeir kæmust að eftir kosningar og voru svör á ýmsa vegu. Hjá fulltrúum ríkisstjórnarflokkanna Árna Páli fyrir Samfylkingu og Katrínu Jakobs fyrir Vinsti-græna kom skýrt fram að þau ætla ekki að leiðrétta skerðingar þeirra afturvirkt og Katrín Jakobsdóttir var meira að segja svo lygin og óforskömmuð að þræta blákalt fyrir það að þau hefðu gert það með launin hjá sjálfum sér. Ég spyr ætli það sé hægt að komast mikið neðar í mannlegri eymd nokkurra trúnaðarfulltrúa samfélags sem eiga að vera fyrir alla en ekki bara fyrir sjálfa sig og þá ríku? Flokkur heimilanna og Hægri grænna voru mest sannfærandi og einbeittir til leiðréttinga og ætla að gera þetta að forgangsmáli. Ég ráðlegg öllum að kjósa annan hvorn þeirra eða alla vega ekki gömlu stjórnarskrár- og mannréttindabrotaflokka Fjörflokksins.
Hvaða stofnun er það 2012?
Hver er sú stofnun gömul og grá,
er geggjun við helst megum lýta,
glötuð til álits og góðverkafá
og geðjast best fátæka á skíta?
Afkoman 2012
Ei er góður útgjaldanna halli
eins er það með vitleysuna í kalli
að hann beri að fæða
og örlítið að klæða
annars muni hann velta af vegastalli.
Lítilmagninn
Fyrir lítilmagnann ætíð er
erfitt rétti að ná
auðvaldskrumlan æðaber
auði að sleppa er þrá.
Það gerir best hver sjálfum sér
góðverkunum skil
því undan margur fljótast fer,
flón verða alltaf til.
Lausnir
Oft á göfugur ráð til rausna,
réttlæti hans er ei sorp á haugi.
Flest eiga málin leið til lausna
ljóst sé viskan efst á baugi.
Gapir í loftið görótt sála
gremjast lætur ónæðið
en góður leggur gott til mála
og glaður leysir verkefnið.
Vingjarnleiki og vinakynni
vinna margt til bóta,
verðmætast í veröldinni
vaka, elska og njóta.
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.