28.4.2013 | 08:27
Kosningaúrslitin sláandi sorgardagur lítilsmagnans 28.4.13
Þessari þjóð er ekki viðbjargandi, það er bara þannig. Þessi þjóð er eins og lúbarinn kona sem snýr alltaf aftur heim til ofbeldismannsins.
Um þjóðfélagið 2012
Að rétta af þjóðlífið sækist mjög seint
af syndum hér fátt eitt talið.
Harðvítugt glæpalið ljóslega og leynt
hefur logið og stolið og falið.
Almúginn segir, ei þingmönnum þakkið
þeir hafa ekki unnið mér eða þér.
Þar hefur stöðugt allt helvítið pakkið
verið að hlaða undir rassana á sér.
Aumingjar hafa á ýmsum stöðum setu
og ei gott að vita hver reynist skást.
Þegar menn hafa ekki þroska eða getu
þýðir víst lítið um það að fást.
Ei leyfist öryrkja að seðja sinn svang
af sóðum er jafnóðum rúinn
og heimskan verður að hafa sinn gang
hún er af mönnum til búin.
Marga vantar mat að borða
mega þola skort og pín.
Lengi man til ,,Íhalds orða:
,,Þeir ættu bara að skammast sín!
Það er bágt í þurrum hópi
þjást og finna til.
Ætti ég bara ögn af dópi
og algleymi um stundarbil!
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.