29.4.2013 | 10:59
Hvað er framundan? 29.4.13
Þegar rann upp mánudagsmorgun eftir kosningarhelgina var baðdagur hjá mér í Breiðabliki. Eftir baðið settist ég niður frammi á almenningnum og var ég trakteraður á kaffi að vana. Tók ég þá upp blað mitt og penna og litlu síðar mælti ég til þeirra sem þar voru að ég væri búinn að yrkja tvær vísur og las yfir eftirfarandi ljóð fyrir mannskapinn. Þá var það sem jafnaldri minn og fyrrum bóndi Árni frá Kirkjubóli í Norðfirði sem þarna býr skaut inn þessarri snilldarlegu athugasemd: ,,Hvaða sjampó notaðir þú?
Útlitið núna gæti verið verra,
vorum að losna við illilega perra
og þótt bjartir dagar blasi ei við,
- á árum komandi,
bætir Sigmundur ástandið,
- vonandi!
Allir þurfa einhversstaðar vera,
eiga hvílu og þrautir bera.
Að Guð sé stundum tepptur
og góður af illu krepptur,
ekki virðist gott við því að gera.
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.