Vantrúaður frændi 30.4.13

Ég hef verið baðaður sem barn síðustu árin á elliheimili bæjarins og dekrað við mig þar af yndislegum starfsstúlkum sjúkrahússins.  Þessi þjónusta er kostuð af ríkinu en sveitarfélagið hefur svikist undan flestum skyldum sínum við mig hvernig sem ég hef sótt á fulltrúa þess með að gera það.  Fyrir þremur árum orti ég þessum ágætu konum fallegt ljóð sem þær settu í plast og hengdu upp á gangi almenningsins. 

 

Ellismellirnir sátu síðan saman  og ræddu ljóðið og létu vel af. - Í þeim hópi átti ég móðurbróður, uppeldis- og fóstbróður sem alltaf hefur haldið sömu tryggð sinni við mig, blessaður.   Hann mælti:  ,,Þetta er allt saman stolið”.  ,,Hvernig ætti það að geta verið? ” Mælti þá annar.  ,,Það er öllu hægt að stela á netinu”, svaraði frændi minn.

 

Kveðja í baðhúsið 2010

Kvennaval ég kærast lít

kunna að skrúbba og bóna. 

Af mér taka allan skít

svo ei ég líkist róna.

 

Frá þeim ætíð flottur fer

félagsskapinn trega. 

Þakkir ykkur bestar ber

og blessun ævinlega.

 

Enn þó leikur laus við sóta

líkar ýmsum verr það mál. 

Vinur að mér var að skjóta,

vaskað gætuð mína sál?

 

Imprað hef á ýmsu hér

ekki meira segi. 

Kveðjur ykkur bestar ber

bóndinn í Skálateigi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband