11.5.2013 | 14:03
Með morgunkaffinu 11.5.13
Ég drakk morgunkaffið með vini mínum og granna Þórði Júlíussyni á Skorrastað, fjöllistamanni og skólameistara Fjölbrautarskólans í Neskaupstað. Til hans hef ég sótt í gegnum árin til andlegra upplyftinga. Hann orti vísu í minn orðastað og fyrri part að annarri en þá fékk hann ekki friðinn lengur fyrir innlifun minni í efnið, frekar en af frekjunni einni og ókurteisi að ég tel og ég greip fram í fyrir honum með botninn að henni áður en hann komst lengra. Hann var aftur á móti svo tillitssamur lítillátur við mig að leyfa honum að standa:
Gef ég engu grið
en greini rétt frá röngu.
Ég kem víða við
á veraldainnar göngu.
Oft ég hugsa hátt
og horfi yfir sviðið.
- Þykir frekar fátt
flikka upp á liðið.
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.