Opið bréf til félagsmálaráðherra

Gott kvöld lesendur góðir, ég skrifa hér opið bréf til hins nýja ráðherra félagsmála á Íslandi og býð hann (hana) ekki velkominn (velkomna) til starfa vegna fyrri reynslu af óverkafærni til trúnaðarstarfa á Alþingi en óska þess innilega að hann (hún) megni þó reynast skárri en fyrirrennarar hans (hennar) í stóli velferðarráherra síðustu stjórnar sem ég tel hvern af öðrum hafa reynst mér óverkafærir og ámáttlegir aumingjar með níðingasálir í sörfum sínum- og eða aðgerðarleysi.

Ég sótti bréfleg erindi til allra þingmanna margítrekuð allt síðasta kjörtímabil og fáir hirtu um svör og enginn þeirra sinnti máli mínu sem hér skal nú enn útskýrt með nokkrum orðum:

 

Ég er öryrki og gamalmenni og einbúi í hálft 5. ár vegna skyndilegra veikinda konu minnar og flutnings á annað landshorn, með annað lögheimili. Vegna þess að ég er kvæntur hef ég ekki getað fengið heimilisuppbót eins og allir aðrir fá er búa einir, nema giftir og kvæntir sem mega deyja drottni sínum ef svo ber undir vegna þessa ólaga.

 

Þau hafa ekki fengist löguð af ónytjungum trúnaðarfulltrúa samfélagsins á Alþingi er eiga að þjóna öllum landsmönnum á Alþingi en ekki bara auðvaldinu, sjálfum sér og öðrum hálaunamönnum eins og var nær eingöngu gert allt síðasta kjörtímabil. Heimilisuppbót einbúans er upp á rúmar 30 þúsund krónur á mánuði og munar fátækan um minna þótt það sé ekki næri nóg.

 

Framfærsla mín að öðru leiti hefur verið um 140 þúsund krónur á mánuði og er víðs færri að duga mér. Sveitarstjórn mín í Fjarðarbyggð er skipuð þeim hjárænum dauðans er skiptir engu máli mannréttindi og stjórnarskrá og þær reglur sem almenn skynsemi býður fólki að fara eftir.

 

Hún neitar að bera bakábyrgð á framfærslu minni nema að 135 þúsund króna marki og segir það bara vera þær reglur sem hún hafi sett. Ég væri löngu hrakinn af heimili mínu ef ég hefði ekki getað safnað skuldum í tveim bönkum og fólkið mitt og vinir hefðu ekki gengið undir mér með matargjöfum og fjáraðstoð.

 

Ekki hefðu nú Alþingismenn þurft mörg pennastrik til að lagfæra þessi ólög ef vilji og manndómur hefði verið fyrir hendi og ég hef krafið þá um leiðréttingu 3 ár aftur í tímann vegna skulda minna með yfirdráttarvöxtum sem ég hef orðið að standa skil að vegna svívirðu þeirra og verkleysu og að Hæstiréttur dæmdi í öryrkjamálunum að endurgreiðslur mannréttindabrota skyldu ná 3 ár aftur í tímann.

 

Ég tel þetta skýlaust mannréttindabrot að stjórnvöld leiti til þess allra leiða að drepa fólk af sér með öllum ráðum og dáðum ef þau mögulega geta komið því svo fyrir - og má þar líka t.d. líta á nýjasta dæmið um lyf fyrir sykursjúkt fólk og lyf fyrir mig jafnt sem aðra upp á líf og dauða sem ofvaxið er fólki á framfærslu ríkisins að borga.

 

Svo tel ég þetta vera alveg hroðalega auðvirðulegt stjórnarskrárbrotamál vegna mismununar þegnanna til að lifa af í landinu o.fl.þh. Eins og svo oft áður kveð ég með ljóði dagsins ef ljóð skyldi kalla, Einar Sigfússon

 

Ráðherraskipti 24.5.13

Ég varð fyrir vonbrygðum

með val í ráðherrastóli,

hvern djöfulinn hún heitir

ég gef ei fyrir að muna

en hún svaraði mér aldrei

í stjórnarandstöðuinni

ætla skrif mín farið henni

ofn garðs eða neðan.

Minnir mig á harðfiskroð

í hundskjaft vera snúið

og hefi lengi því trúað að

æran hafi hana flúið.

Erindi mínu enn vantar beina,

- og lengi má manninn reyna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband