30.5.2013 | 08:02
Lítilmagninn
Fyrir lítilmagnann ætíð er
erfitt rétti að ná
auðvaldskrumlan æðaber
auði að sleppa er þrá.
Það gerir best hver sjálfum sér
góðverkunum skil
því undan margur fljótast fer,
flón verða alltaf til.
Lausnir
Oft á göfugur ráð til rausna,
réttlæti hans er ei sorp á haugi.
Flest eiga málin leið til lausna
ljóst sé viskan hátt á baugi.
Gapir í loftið görótt sála
gremjast lætur ónæðið
en góður leggur gott til mála
og glaður leysir verkefnið.
Vingjarnleiki og vinakynni
vinna margt til bóta,
verðmætast í veröldinni
vaka, elska og njóta.
Án ljúflegheita
Hér áður menn leituðu sér lúsa og geita,
ljótur er af þeim kláðinn.
Nú les ég þeim stykkin án ljúflegheita,
leikslokin sýnast óráðin.
Mér finnst það vera fjandi strangt
fjarviðrast svo sterkum orðum
en hvað er of stutt og hvað er of langt
er heimilið sett er úr skorðum?
Afleiðingar hlutanna
Um afleiðing hlutanna kasta ég klausu
að hvað leiði af öðru ég tel ekki blaður.
Sumt gerist ekki að ástæðulausu
ég ætla því betra að vera eins og maður.
Til blekkinga leikarar harðsoðnir halda,
hvar fást betri rullur en á stjórnarþingum?
Óhroðinn magnast og vitfirring valda,
sem er vandi dauðans af fjármálahringum.
Það er göfugt markmið að gera sitt besta,
ganga braut lífsins með kærleik í hjarta
að reyna af íturð ei fögrum málum fresta,
feta veg réttlætis það má hvern skarta.
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.