Sigmundur vann mikinn kosningarsigur með einaðri og trúverðugri framkomu sem fékk fólk til að treysta og trúa því að honum væri alvara með að vinna að hagsmunum almennra borgara sem skildir voru alltaf eftir óbættir hjá garði af síðustu ríkisstjórn sem þjónkaðist aðeins við auðvaldið, sjálfa sig og aðra hálaunamenn og virtu hina ekki meira en skítinn úr sér er ég tel auðsýnilegt og margsannað vera.
Sjálfstæðisforkólfarnir voru ekki á sömu línu í kosningarbaráttunni og hafa aldrei verið það. Þeir hafa alltaf viljað nota Framsóknarflokkinn til verri verka og til að skýla sér bak við þá. Ég man heldur ekki betur en þeim hafi líka alltaf tekist það bærilega og nú sé ég sömu teikn á lofti í samstarfi þeirra og við liðum fyrir fyrri daga. Ég trúi aðBjarni virki nú sem sú bremsa á leiðréttingarnar að hægt er farið í að standa við loforð Sigmundar eða að þau séu virt að engu og svikin eins og títt er um kosningarloforð eftir kosningarnar.
Stigið hefur þegar verið opinberlega skref í þá áttina. Félagmálaráðherrann Eygló Harðardóttir hefur borið um það í útvarpsviðtali Bylgjunnar að hún ætli ekki að leiðrétta skerðingar öryrkja og aldraðra aftur í tímann eins og Sigmundur lofaði þó einarðlega og gert var hjá Alþingis- og öðrum hálaunamönnum og ég trúi að fleira svínarí og siðleysi muni í farvatninu eins og ævinlega hefur verið hjá þessum flokkum á svipaðan hátt og þetta. Skyldi nokkurn undra sem þekkir fortíð þeirra að kosninarloforðin og fylgið sé strax farið að hrynja:
Það er sumt sem aldrei breytist
syndir kunni heiðri að varna.
Var í fréttum að fylgi af reytist
félögunum Simba og Bjarna.
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.