Stjórnarandsaðan básúnar svik á Alþingi 13.6.13

Ég hef ekki efast nokkra stund um heilindi Sigmundar um að hann tæki ekki þátt í ríkisstjórn nema að bættur yrði forsendubrestur lána og líkar það vel en fyrirlít heigulshátt síðustu stjórnar að fara ekki í það strax að tillögu hans á meðan að það var auðveldara en núna.

 

Mér líkar vel að þetta mál hafi verið sett í forgang á Alþingi en tel þó annað engu síður mikilvægt og að segja þannig vaxið að ekki hefði átt að bíða með það fram að Alþingi, en setja á það bráðabyrgðalög með sama og stjórn var mynduð en ekki bólar samt á aðgerðum enn: 

 

Það er að bæta svo kjör öryrkja og aldraðra að þeir geti framfært sig, sem mikið vantar upp á.  Stjórnarandstaðan básúnar nú að ekki hafi verið staðið við loforð lánamála einum og hálfum mánuði eftir stjórnarmyndun.  Hún ætti þó að vita best að vinnu og tíma þurfi til.

 

Fyrri ríkisstjórn entist ekki einu sinni eitt og hálft hjörtímabil til sinna loforða og þeim sem  hún efndi snéri hún flestum á haus.  Það er því engin furða að fulltrúa hennar gruni aðra um græsku en það væri að höggva nærri sér ef þau minntust á svikin við öryrkja og aldraða.  

 

Úr hörðustu átt 13.6.13

Foringinn Árni ei idijot er,

aftaka glúrinn ég hygg´ann,

- margur heldur mann af sér

mátulega dyggan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband