Það ganga ekki allar útgerðir vel 16.6.13

Ástæðan er m.a. sú að meðan velgengni þeirra var sem mest voru þær að fjárfesta meira og minna í öðru en útgerðinni.  Sem eitt lítið dæmi má nefna kaup Vestmanneyings á bílaumboði Toyota.  Þeir sem eiga og ráða útgerð er gengur vel þykjast eiga nóg með sig og vilja bara borga sjálfum sér milljarða í arð ár hvert.  Ásakaðir um mikil skattsvik erlendis hafa verið í gangi en því ekki fylgt eftir af stjórnvöldum.

 

Ég tel að alveg væri sama í hvaða formi það væri sem þeir ættu að borga af sínum gróða til samfélagsins, það væri alltaf alltof mikið sem von er af því að þeir hafa lengi komist upp með að hirða óáreittir gróðann sinn sjálfir og þar til bara núna alveg upp á síðkastið. 

 

Ný ríkisstjórn ætlar þó, Guði sé lof, náðarsamlegast að koma útgerðarmönnum til bjargar.  Hún virðist hafa betri skilning en sú fyrri á því hversu óréttlátt er að klípa mikið af arði auðugra manna en hann skiptir hjá sumum mörgum milljörðum.  Spurning sú hefur aðallega verðið í gangi opinberrar umræðu á síðustu árum hverjir það séu sem eigi að borga skuldir ríkisins og halda þjóðfélaginu gangandi. 

 

Áður þótti stjórnvöldum sjálfsagt að troða bara niður í herðarnar á öryrkjunum, gamalmennum og fátækum verkalýðnum til að teygja álkur sínar upp úr svínarínu.  Ég hef ekki orðið var breytingartillagna á þessu Alþingi með þetta af nýrri ríkisstjórn.  Skyldu kjósendur úr þeirra hópi er kusu Fjórflokkinn hafa haldið að hann færi allt í einu að skipta um andlit en öðrum verið sama um ræktun eymdarinnar?

 

Hugleiðingar

Þó vilji flestir vera góðir

og virða ró og spekt

- enginn er annars bróðir í leik

og oft er barist frekt.

Ætíð heldur vöku sinni

veraldarinnar þrá

það er svo ótal, ótal margt

sem andinn þráir að fá.

Einhver hafði að orðum sínum

og athygli veita má

að það sem maður gefur

er það eina sem hann á!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband