16.8.2013 | 07:43
Örbyrgðir aldinna 16.8.13
Aldnir hafa lengi haldist í hendur við öryrkja varðandi ónóga framfærslu sem ótrúlegur hópur varmenna í ríksstjórnum landsins hafa skvett í þá af handahófi svona líkast því sem kastað væri í þá með fyrirlitningu skít úr hnefum. Í útvarpsfréttum gærdagsins var sagt af öryrkja sem ekkert hafði hækkað í launum frá árinu 2006 og að matvaran hefði á þessu tímabili hækkað vel yfir 80% Svo hópaðist alþýðan saman á kjörstaði til að kjósa Fjórflokkinn yfir sig, sömu stríðsöflin sem alltaf hafa lofað því betru og svikið jöfnum höndum:
Örbyrgð hér aldnir mega sæta
íhalds og framsóknarperra.
Úrbóta engin sést glæta,
andsett mun geð þeirra herra,
- en lengi má bölið bæta
með að benda á annað verra.
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.