17.8.2013 | 11:42
Í rútuferð 2010
Molar hafa af mínu borði
megnað hrynja til og frá.
Oft mér fórst er illa horfði
eins og lán mér væri hjá.
Yfir land slær öskuryki
engin ferð í lofti er.
Hangi í rútu sem hænsn´ á priki
hart er komið fyrir mér.
Ungur maður upp úr sæti
annað skárra býður mér.
Virðist tíðum vinur mæti
á vegi mínum hvar ég fer.
Góða vætti bið að blessa
og bera þá á höndum sér
er ekki sitja eins og klessa
ef að vanda að höndum ber.
Heppnin fyrir góðu gengst
gefur af sér lundarþýður.
Sjáumst oftar, lifum lengst
lífið hratt á enda ríður.
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.