2.9.2013 | 00:59
Lífsins lán 1.9.13
Ég vil þakka Jóhanni Sæberg á Reyðarfirði fyrir þessa ágætu kvöldskemmtun sem ég var að koma frá í hlöðunni á Seljateigi, ættarsetri hans. Þar lék á gítar og söng Bjartmar Guðlaugsson sín hugljúfu lög og snilldarlegu teksta og Jón Arngrímsson frá Borgarfirði spilaði og söng með honum á bassa. Kona Bjartmars kórónaði svo kvöldið með að syngja með þeim síðasta lagið. Þarna voru svo málverk Bjartmars, ákaflega litrík og falleg að mér fanst ásamt hljómplötum hans til sölu.
Ekkert kostaði á þessa uppákomu en þeim var bent á söfnunarbauk fyrir krabbameinsfélagið sem vildu láta eitthvað af hendi rakna. Bjartmar er frá Fáskrúðsfirði upprunninn og fræddist ég nokkuð hjá honum um ættir hans og kannaðist þar við margt fjölhæft fólk sem hann nefndi og sagði honum að ég tryði á genin. Ég setti svo saman þetta ljóð á heimleiðinni:
Genin slæmu gefa oft smán,
þau góðu lukku bjóða heim
og það er mikið lífsins lán
að lifna mega út af þeim.
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.