Vegið úr launsátrum 7.9.13

Af siðleysi einu samfélög hrynja,

slóttugar níðsálir mannrétt ei virða.

Sterkasta vopn hinna stríðandi kynja,

sturlunin launsátra börnin að myrða.

 

Brjálæði þingheims sýnir þjóð sem er spillt

og það að vitleysan við einteyming ei ríði:

Læknastéttin fékk 40% ofaná kaupið sitt

fyrir að taka þátt í landsins mesta stríði.

 

Ríkisstjórnin læknunum ræður með sönnum

til rangvega mútum er beitt hverja stund.

Hennar dýrustu ráð eru að dytta að mönnum

drápshendur verði þeim lausar um stund.

 

Illsefjaður maður vinnur ódæði með hrað,

æra hans fýkur sem fínmulið skarn.

Það þarf engan speking til að segja um það

á hvaða stundu barn verður barn.

 

Læknirinn drepur og læknirinn mer,

ljóst þó ekki allir haldnir glæpasinnu

en Landlæknirinn segir við lækna ef svo er:

,,Leita skulið ykkur þá að annarri vinnu”!

 

Af stúlknaránum í Óhio 10.5.13

Til réttlætis mörgu er mismunað,

mannræninginn barði úr stúlkunni börnin

og fær á sig morðkærur fyrir það

en fríspil er læknanna þar er engin vörnin.

 

Eiðstafir og kristin gildi 11.5.13

Sjálfstæðisflokkurinn sá sér til meins

er sögðu menn: ,,Kristni upp hefjum"!

- Eiðstafir sannarlega eru ei til neins

embættisglæpum að halda í skefjum.

 

Frá sjónarhóli stjórnvalda 11.5.13

Hversu læknar marga myrða,

máli ei skiptir hvernig fer,

- þetta eru allt skepnur

hvort sem er!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband