22.9.2013 | 12:58
Opið bréf til Sigmundar Davíðs forsætisráðherra 22.9.2013
þú og aðrir hálaunamenn samfélagsins hafa fengið skerðingar á ykkur leiðréttar að fullu aftur í tímann auk stórra fjárhæða í launahækkanir, að ógleymdum gleraugnafríðindum sem öryrkjum og gamalmennum veitti ekki af enn frekar en ykkur þótt ekkert hafi fengið.
Þú hefur aldrei svarað fjölda klaganna og kæra minna til þín sem allra annarra þingmanna um ólög þau, stjórnarskrár- og mannréttindabrot á mér að ég skuli ekki fá heimilsuppbót eins og allir einstaklingar sem búa einir fá nema kvæntir og giftir en ég hef nú rekið mitt heimili einn í nær 5 ár og kvartað við ykkur stöðugt um órétt þann sem ég hef verið beittur, því ég hef ekki átt möguleika á að framfleyta mér og orðið að lifa á bónbjörgum vina og vandamanna til að vera ekki flæmdur af heimili mínu.
Það má allavega segja með þetta mál hvað svo sem verður með önnur hjá þér í framtíðinni að þú hefur reynst mér ljóti djöfulsins níðingurinn og ræfillinn og tel ég litla bót fyrir þig þótt allir þingmenn landsins hafi reynst mér það líka. Ég tel algjörlega ófyrirgefanlegt að þessi nýja ríkisstjórn sem þú stendur fyrir hafi ekki lagað kjör lífeyrisþega til samræmis við sínar eigin sjálftöku launabætur, sem þeir kenna kjararáði, um leið og hún komst til valda og ekki beðið eftir þingi með það heldur gert það strax með bráðabyrgðalögum svo sem nauðsynn þess var brýn.
Þú getur slitið þessarri bölvuðu níðstjórn strax ef Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki fylgja þér eftir til betri vega. Máltækið segir og ég trúi á það: ,,Enginn veit á hvaða stundu mælt er og mæli ég hér svo ítrekað um það sem ég hef áður gert að þetta ljóð mitt muni hrína:
Megi almættið skerast í leikinn 11.6.13
Að birtist þér Sigmundur bölvunin römm
ég bið helga vætti að gefa þér í kvitt
ef að siturðu fastur í svívirðu og skömm
og sinnir ei jafnt um kaup mitt og þitt.
Einar Sigfússon
Þetta bréf er birti opinberlega á bloggsíðu minni: neisti.blog.is
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.