Áramótasagan

Gengið til rúpna, skrifað 31.12.2013

Við kölluðum hann ávalt Fidda fóstbóður eins og faðir minn heitinn gerði.  Hann var þó kallaður Frissi upp á Héraði og þar um kring.  Það kom til af því að þegar hann fór þangað í vinnumennsku 18 ára að aldri var þar fyrir á bænum annar maður sem kallaður var Fiddi.  Húsbóndinn spurði hann þá að því hvort ekki mætti kalla hann Frissa, sem og var svo gert uppfrá því.  Hann var snemma kappsamur og bráðger og sagðist faðir minn aldrei hafa kynnst eins duglegum krakka og unglingi.  Hann var ekki gamall er hann vildi fá byssu og ganga til rjúpna sem aðrir en fékk það ekki.  Einn daginn fór hann samt af stað með fjárbyssuna og gekk um Kirkjubólsteiginn þveran og endilangann og skaut og skaut en engin lá rjúpan hjá honum sem von var.  Á heimleiðinni hitti hann Guðmund á Kirkjubóli sem var líka að koma af veiðum og hafði fengið fjórar.  Bað hann Guðmund að selja sér rjúpurnar en hann var ákaflega gamansamur og gerði það með ánægju.  Er Fiddi kom heim með fenginn undraðist heimafólkið stórlega og fékk hann mikið hrós fyrir.  Það var því afráðið að hann fengi að fara næst með alvöru byssu.  Þegar hann kom úr sinni fyrstu ferð með haglabyssu kom hann heim með svo mikla veiði að menn undruðust og þá mælti hann þau ódauðlegu orð sem haldið hafa þessari sögu á lofti síðan: ,,Það er ekki vandi að svifta með haglabyssu”!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband