3.1.2014 | 02:29
Ljóð dagsins
Yndið væna 3.1.14
Yndið er vænt með vífi
er vefur sig utan um þig
gleði er hvers lítil í lífi
er lifir því bara fyir sig.
Úrvalsmaðurinn 3.1.14
- Margur á orð í annars fari,
- oft er lof sem háð og kart.
Úrvalsmaðurinn allra svari
einatt tekur, þó fari í hart.
Að vita sem minnst 3.1.14
Um ævina hef ég svo ýmsu kynnst
að orð mín ég tel með sanni,
- Það er ekki vont að vita sem minnst
þá vefst það ei fyrir manni.
Úr skaupi ársins 3.1.14
Vildisorðum vítt höfum kynnst,
hjá Vigdísi oft sem í pati.
Í skaupi árs er margt á minnst,
- á morgun sefur sá lati.
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.