21.4.2014 | 18:44
Í hópi góðra vina á afmæli mínu á skírdag 17. apríl
Afmælispartíið mitt lukkaðist stórkostlega að vana. Mikið var drukkið og sungið undir gítar- og píanóspili og brandar og skemmtisögur sagðar og afmælisbarninu kveðin og lesin og sungin dýrustu ljóð þess á milli auk margra góðra gjafa. Með einni þeirra fylgdi kort með einstaklega falllegum texsta og miklu hrósi í minn garð og varð það til þess að ég orti þetta:
Það sem auga hvert sér 20.4.14
Það halda mig margir betri en ég er
en enn fleiri trúlega verri.
Maðurinn er það sem auga hvert sér
og uppfærist í sálu hverri.
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 31966
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.