24.4.2014 | 06:20
Fals og svik og fögur fyrirheit
Vinstri menn hafa ætíð haft fögur sjónarmið og stefnuskrár til að bera á borð fyrir kosningar en hvenær sem þeir hafa komist til stjórnarstarfa hafa framkvæmdir þeirra þar um verið litlar eða engar og yfirleitt á þveröfugan veg og þarf vart að vitna um það lengra en það sem ætti enn að vera í fersku minni um háttarlag Vinstri stjórnarinnar okkar sálugu.
Mér þykja brosleg núna þau fögru fyrirheit sem Sóley Tómasdóotir V- græn ber nú á borð kjósenda fyrir borgarkosningarnar en aftur á móti alltaf sorglegt þegar hrekklaust fólk í bágri lífsstöðu lætur hina sömu ómerkilegustu fanta, hverjir sem eru hverju sinni blekkja sig aftur og aftur til stuðnings sem koma svo jafnt sem áður aftur og aftur í bakið á þeim oftast með hinu svívirðilegasta háttarlagi.
Alþingismaður 24.4.14
Í holdið sjúkra oft sækir fleinn
og sár þeim gerir meinin.
Alþingismaður er sjaldan seinn
að sjúga aumum beinin.
Þeir njóta að drepa einn og einn
og ætla að bæti skeinin.
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 31966
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.