Öryggi reynslunnar 21.6.14

Ég sagði ungri konu sem var að temja fyir mig á tölt að ég hefði ekki látið klárgeng hross stíga brokkspor á árum áður er ég töltsetti þau, aðeins bara fet eða stökk ef um hraðabreytingar var að ræða frá því að nudda þeim á töltið upp af fetinu. Hún svaraði mér því til að hún myndi nú nota sínar nýrri tamningaraðferðir jafnt sem áður að leyfa þeim að brokka líka jöfnum höndum og daginn eftir hljóðaði ljóð mitt dagsins á þessa leið:

 

Að viskan sé stopul mér virðist í reynd

og vitleysunnar drýgst sé oft nenna.

Æskan er dýrkuð, við eldri erum gleymd

með öryggi af reynslunni að kenna.

 

Til hollustu ráðanna hef bogann spennt,

hampað og viskunni í stuttum línum.

Ráð dreg ég af því er reynslan hefur kennt,

ráhollur að sönnu er ég vinum mínum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband