12.8.2014 | 08:59
Yndissnótir 12.8.14
Gáfuð kona 12.8.14
Að kvænast gáfaðri konu
kann oft bölvað með sann.
Þótt sóma eignist sonu
þá sér hún gegnum mann.
Yndissnót 12.8.14
Með ljúfa hönd og lipran fót
lífgar karla niðrí rót
að eiga stund með yndissnót
ætla ég væri sálubót.
Til sætrar vinkonu 12.8.14
Mörgu þurfa sætur sinna,
sætur ei fá er margra pína
en ei er hjá mér fár að finna
þó fanga nái ei ásýnd þína.
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.