Es til ráðamanna 21.12.14

Ég heyrði af leiguverði í á höfuðborgarsvæðinu í fréttunum fyrir tveim dögum.  Þar var talað um litla íbúð tveggja herbergja, best að ég man. Leiguverðið á mánuði var sagt 185 þúsund krónur.  Ellilaunin mín öll þrátt fyrir lífeyri og bensínstyrk öryrkja duga ekki einu sinni fyrir íbúðarkytrunni einni á Suðurlandi hvað þá meiru. Laun mín fóru úr 163 þúsundum í 168 þúsund við síðustu hækkun og ég hef ekki getað fengið heimilisuppbót sem er um 19 þúsund á mánuði að frádregnum sköttum til síðustu 6 ára þótt svo ég byggi einn vegna þess að ég er kvæntur og konan mín á lífi og verður að búa annarsstaðar og halda þar annað heimili ein upp á sömu bíti og ég þarf að gera.

Þetta er ljóta dótið trúnaðarbrests, eymdar  og óheiðarleika. Ég hef skrifað margítrekað til allra þingmanna landsins ár eftir ár allan þennan tíma,  nema bara núna örfáum útvöldum þetta kjörtímabil til að reyna að fá þá til að breyta þessum ólögum sem ég tel vera svívirðilegt stjórnarskrár- og mannréttindabrot á mér og sjálfsagt fjölda annarra í svipaðri aðstöðu en allt án árangurs. Ég hef orðið að lifa á betli og bónbjörgum vina og vandamanna til að geta haldið heimili mínu og sveitarstjórnin í Fjarðabyggð hefur neitað því staðfastlega skriflega eftir kærur mínar allt kerfið á enda allt til Umboðsmanns Alþingis til að fá einhver svör að hún beri enga ábyrgð á framfærslu minni.  

Til samanburðar þeim launum sem stjórnvöld skammta mér til að lifa á eru læknar sagðir hafa 600 þúsund til 1,7 milljónir á mánuði og geri nú kröfur til að fá 600 þúsund krónur að lágmarki til viðbótar við það á mánuði hverjum og ég segi fyrir mig að ég vildi gjarnan fá það líka en ekki að launin mín verði lækkuð enn meira til þess að þeir einir geti fengið það. Það tel ég að nái ekki nokkurri átt miðað við allt og allt.

En það er bara svona, við lifum í láglaunalandi og misskipting launa landsmanna býður upp á mikla fátækt og hins vegar mikið ríkidæmi og eina tilhneiging stjórnvalda er að moka enn meiru fé í hálaunamenn á kostnað þeirra fátæku sem hafa ekki fyrir framfærslu.  Árið 2011 komst launanefnd skipuð af stjórnvöldum að þeirri niðurstöðu að landsmenn þyrftu að hafa 600 þúsund krónur í kaup á mánuði til að geta lifað mannsæmandi lífi í 10 mánuði.

En svo segja okkur kannanir að stórum hluta landsmanna þyki það bara allt í lagi að ein hálaunastétt í landinu nú hin umrædda læknastétt verði sett á sérkjör sem miðast við laun á hálaunasvæði annarra landa og gefa það eftir að auki og láta taka það af sínum alltof lágu launum til nauðþurfta.  Jú, það þarf ekki að fara með það í launkofa að allur fjöldi landsmanna eru fífl. 

Það sést best á því að það skuli kjósa yfir sig sömu trúnaðarfulltrúana í stjórnmálunum og svikið hafa þá aftur og aftur ár eftir ár en svona vitlaust fólk og með svona mikla sjálfseyðingarhvöt sætti ég mig illa við að skuli vera til í landinu, til að eyðileggja fyrir öðrum en verð að taka því jafnt sem fulltrúunum þeirra sem hafa ekki einu sinni getað bætt mér upp mikla launaskerðingu út af kreppunni, sem var það fyrsta á afrekaskrá Árna Páls á ráðherrastóli  

og þeir hafa þó bætt sjálfum sér fyrir löngu síðan og öðrum hálaunamönnum að fullu ásamt ýmsum fríðindum til uppbótar aukalega. Skyldi það furða nokkurn mann sem ekki er orðinn alveg þrældrepinn af ástandinu og langvarandi níði á sér að þeir sem orðið hafa fyrir barðinu á þvílíku óréttlæti aftur og aftur á langri öryrkja og fátæktarævi eins og t.d. ég hafi fyllist ógeði og fyrirlitningu á slíkum vesalmennum.

Svo ég tali nú ekki um verkalýðsforustuna sem spáir bara í verðbólguna og stöðuleikann og reynir af alefli að þóknast stjórnvöldum og halda launum umbjóðanda sinna víðs færri öllu rauhæfu miðað við þarfir þeirra og laun annara þegar kjaramál lálaunafólks eru á dagskrá en aldrei minnst á slíkt þegar þeir sjálfir og aðrir hálaunamenn eiga í hlut og þeir eru þrautsetnir í störfum sínum þrátt fyrir að upp komist um svik og svínarí eins og sagt hefur verið með Gylfa Arnbjörnsson að gefa bönkunum hundruð milljarða víðs vitandi á kostnað landsmanna. 

Ég get ekki að því gert að þegar ég skrifaði þessar síðustu línur þá flögraði í huga minn og lái mér það hver sem vill í öllum þeim bófahætti sem við fáum að kynnast, að því hefur verið haldið fram af spekingum þeim er telja sig þekkja vel til fjármálabransans að öllum hinum vestræna heimi sé að meira og minna leiti stjórnað með mútum og það getur verið býsna gott uppúr þeim að hafa en eðli þeirra er þannig vaxið að menn kannast ógjarnan við þær og ég spyr því sjálfan mig þeirrar samviskuspurningar:

Hvað aðstæður aðrar en himinháar mútur hefðu getað fengið sjálfan mig til að svíkja svo blygðunarlaust og gjörsamlega mína umbjóðendur í trúnaðarstarfi? En ég er ekki einhver annar og ekki gott að dæma fyrir aðra. Og svarið er: Ég bara veit það ekki. En eitt er þó víst hvað sem öðru líður að um allan heim, hafa atkvæði alla tíð gengið kaupum og sölum á milli aðila.

Hugsjónastarf 21.12.14

Læknum er horfið sitt hugsjónastarf

en hafa fengið annað í staðin.

Nú er það Mammon sem mata víst þarf

og mikill er af honum skaðinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Meðan langmenntaðir læknar, mikilvægasta stétt landsins (ekki síst mikilvægir öryrkjum) fá ekki dagvinnulaun  nema 4 til 6h. á mánuði, meiga þá ekki að mestu gagnslausir öryrkjarnir vera fegnir að fá þó eitthvað?

Það er a.m.k. greinilega ekki mikið til skiftanna. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 21.12.2014 kl. 11:23

2 Smámynd: Einar Sigfússon

En það er bara svo skrýtið það að öryrkja jafnt sem aðrir vilja fá að lifa og komast af og eiga sama rétt á framfærslu sem hinir samkvæmt stjórnarskrá landsins...

Einar Sigfússon, 21.12.2014 kl. 16:55

3 Smámynd: Einar Sigfússon

Es og Ísland er ríkt land og það er nóg til skiptanna fyrir alla ef að aðeins sanngirninnar einnar er gætt í skiptunum...

Einar Sigfússon, 21.12.2014 kl. 17:02

4 Smámynd: Einar Sigfússon

Ég tel t.d. enga sanngirni í því að sumum sé ætlað að lifa við skort og pínu en öðrum að fá mikið meira en þeir þurfa á að halda til að þeir geti safnað auði...

Einar Sigfússon, 21.12.2014 kl. 18:40

5 identicon

Ef Ísland er svo ríkt að það sé nóg til skiftanna þá ættu öryrkjar að kerfjast sinna kjarabóta einhversstaðar annars staðar frá en úr vasa allt of lágt launaðra lækna.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 23.12.2014 kl. 15:29

6 identicon

Ef Ísland er svo ríkt að það sé nóg til skiftanna þá ættu öryrkjar að kerfjast sinna kjarabóta einhversstaðar annars staðar frá en úr vasa allt of lágt launaðra lækna.

Ég held reyndar að þú sért á réttum slóðum að nefna of hátt húsnæðisverð.  Það hvernig leiguverði hefur verið leift að rjúka upp er mesta kjaraskerðing öryrkja og þeirra sem eiga varla til hnífs og skeiðar.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 23.12.2014 kl. 15:31

7 identicon

Ef aðeins ein kaka er til skiptanna eins og talað er oft um þá stækkar ekki partur eins af henni nema að tekið sé af öðrum og ef gætt er meðalhófs og jafnréttis, hverjir eiga þá að missa nema þeir er meira hafa en aðrir?

Einar Sigfússon (IP-tala skráð) 29.12.2014 kl. 09:44

8 identicon

Ef það fer óeðlilega mikill peningur úr vasa þeirra sem minna meiga sín í húsnæðiskostnað, er þá eðlilegt að bæta þeim það upp með því að ná í hann í vasa lækna og gera kjör þeirra þannig að annað hvort vill enginn gerast læknir eða að þeir sem það verða fara í burt?

Væri ekki eðlilegar að kafa ofan í af hverju húsnæðisverðið er svona hátt.  Uppáhaldskenning mín er sú að þar sé misheppnað lífeyriskerfi að spila inn í vegna fjárfestingaþarfar sem stafar af A. of miklu peningamagni og ávöxtunarkröfu á það (lesist græðgi allra íslensku meðaljónanna og þar fyrir ofan eftir meiru en þeir eiga skilið) og B. Gjaldeyrishöftum sem takmarka fjárfestingakosti þessa kerfis. (Yrði A, lagfært þá yrði B ekki til vandræða)

    Þannig að þeir sem tala fallegast í þín eyru um jöfnuð og réttini eru kanski þeir sömu og standa fastastir á "sínum" rétti til að hafa af þér lífsgæðin. 

ps. Sjáðu t.d. jafnaðarmanninn og fyrrverandi útvarpsmanninn Eið Guðnason sem er gagnrýninn á opinberum vettvangi á ójöfnuðinn í samfélaginu. Annars vegar þiggur hann eftirlaun frá ríkinu úr lífeyrissjóði sem skattgreiðendur verða að bera ábyrgð á að rýrni aldrei á meðan þeir margir búa við að almennu lífeyrissjóðirnir sem þeir munu fá úr, rýrni og svo þiggur hann lífeyri líklega tryggðan á svipaðan hátt frá RÚV en það eru einmitt lífeyrisgreiðlsur sem eru að sliga RÚV. Jafnaðarmaður í orði en ekki á borði eins og svo ótalmargir fleiri. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 2.1.2015 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 31949

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband