5.1.2015 | 01:52
Er sanngjarnt að svelta suma en láta aðra safna auði?
Það er eins og að mörgu öðru leiti ólík aðstaða verkalýðsins eða læknanna hvað fjármagn snertir til að fylgja eftir kröfum sínum með verkföllum. Þar er auðvelt að svelta bara láglauna verkalýðinn til hlýðni því hann hefur vart fyrir mat sínum þótt svo hann sleppi ekki degi úr vinnu sinni hvað þá öðru meira. Hálauna læknar ættu aftur á móti að geta verið endalaust í verkfalli með því háttalagi sem verið hefur hjá þeim að undanförnu og séð vel fyrir sér og fjölskyldum sínum með því að vinna bara einn dag í viku eða svo eða jafnvel bara part úr degi.
Svo fyrirsjáanlegt sem þetta var í upphafi deilunnar og kröfur þeirra óheyrilega háar og mikið meiri en verkalýðsins þá er þannig vaxið með störf þeirra að stjórnvöld áttu og eiga ekki að líða þeim að vera í vekfalli heldur að setja strax lög á deiluna og skaffa þeim sömu krónutöluhækkun og almenningur hefur fengið. Að öðrum kosti ef vilji stjórnvalda var og er að hækka meira kaup þeirra en það sem aðrir hafa fengið þá áttu þau og eiga að hækka kaup hinna að sama skapi og það strax og samtímis. Aðalatriðið er að stöðva og snúa við hinu síaukna launamisrétti.
Sómavitundin
Ei er maður mikilla verka
margur er mér blasir við.
Sómavitund sumra ei sterka
setur bletti á mannlífið.
Umhverfið er svo óvinveitt
að urmull af sálum bresta.
Ég trúi að sé í Helvíti heitt
og heimtur þar með besta.
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Næstu almennu kjarasamningar geta þá snúist um 10-12 stunda vinnudag og laugardaga sem almenna vinnudaga til að hækka laun almennings frekar en einhverjar taxtahækkanir. Þá getum við kallað almenna launamenn hátekjufólk og allir verða ánægðir. Vinnuveitendur hafa lengi beðið eftir því að almennir launamenn sýndu því skilning að taxtahækkanir væru óþarfar þar sem hægt er að bæta við fleiri vinnustundum og hækka þannig launin eins og læknar hafa gert.
Hæsta tímakaup sérfræðings er 3400kr. fyrir dagvinnu. Sem er lægra en ég sem iðnaðarmaður er með. Tvítugur háseti á togara er með hærri árstekjur en sérfræðingur í hjartaskurðlækningum með 25 ára reynslu. Og almennur læknir er á lægra taxtakaupi en grunnskólakennarar og hjúkrunarfræðingar.
Massi (IP-tala skráð) 5.1.2015 kl. 02:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.