8.1.2015 | 03:12
Nú hafa læknar samið 8.1.15
Litlar upplýsingar eru um launabætur til lækna, aðeins sagt í fréttum að launahækkun sé yfir 10% en það er allavega orðinn hlutur hvaða afleiðingar sem það kann svo að hafa í för með sér að hálaunamenn hafi þar enn eina ferðina fengið í sinn hlut mörgum sinnum meira en verkalýðurinn og annað láglaunafólk.
Mér fannst núna í kvöldfréttatímanum sem svo oft áður er Gylfi Arnbjörnsson ræðir um stöðu mála á vinnumarkaðinum að honum mæltist vel um ástandið en ég treysti honum ekki í sambandi við framhaldið. Ég tel hann ekki nógu sterkan yfir höfðinu og að verði ekki breytingar til batnaðar á heiðarleika á ríkisstjórnarheimilinu og hjá ASÍ sé útlitið ískyggilega dökkt bæði fyrir land og lýð.
Bjarni Ben var ánægður í fréttunum með að tekist hefði að semja og sagðist taka ábyrgð á samningunum. Mér finnst það skjóta ansi skökku við, það er ekki svo langt síðan hrunið blasti okkur sem hann ekki frekar en nokkur annar í stjórnsýslunni hefur fengist til að viðurkenna ábyrgð sína á.
Strigakjaftur 8.1.15
Stappar nú fæti strigakjaftur
stundarglaður þrátt fyrir daman.
Hann ætlar að sporðreisa þjóðinni aftur
og taka ábyrgð á öllu saman.
Fólk er yfirleitt gott í grunn
en glepst til verri hátta
og mörg svo sál í sinni þunn
að sér ei vel til átta.
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.