8.1.2015 | 21:51
Úr kvöldfréttunum 8.1.15
Það er ekki allt lof og prísar þótt svo undarlega virðist vera hjá flestum, sem heyrist í umræðunni um launasamninga læknastéttarinnar sem ég tel að megi vera kýrljóst þótt leynt eigi að fara að séu upp á fleiri tugi prósenta og hundruð þúsunda ofan á háu launin þeirra. Það má segja að þeim veiti ekkert af þessum launum en þá kemur spurningin á móti: Hvað þá með aðra sem hafa mörgum sinnum minna en læknar höfðu áður en þetta bættist við þá að auki?
Gylfi Arnbjörnsson komst svo að orði í kvöldfréttunum á stöð 1 í kvöld og ekki annað að sjá en honum væri brugðið eða jafn vel í sjokki: ,,Það er ekkert þjóðfélag sem stendur af sér svona mismunun!
Teygja sig loppur
Teygja sig loppur í tímarás,
taumlaus er græðgi og pot.
Tíðum er einum gefin glás
sem gerir svo marga þrot.
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.