7.2.2015 | 06:16
Haffi skrifar 6.2.15
Góðan daginn! 10% þjoðarinnar eiga meira en 70% auð islendinga. Hverslags hagstjórn er þetta eiginlega? Að aðeins 10% Íslendinga skuli eiga meira en 70% auðs alls hér à landi? Og ekki var þetta nú mikið betra á Jóhönnu vakt. Tala nú ekki um þessi flóknu veiðileyfagjöld sem þau ætluðu að koma à sem voru fàrànleg, hefði ekki verið gàfulegra að setja allan hvóta á markað og sá sem byði hæst fengi hann?
Að markaðurinn ráði verðinu hverju sinni? Þá sætu allir við sama borð. En útfærsla þeirra var þannig útfærð að stóru fyrirtækin sem eru með KPMG og svoleiðis galdrakarla i vinnu gætu bara hagrætt hagnaði milli íslenskra og erlendra fyrirtækja sinna og þar með aldrei greitt eina krónu í veiðileyfagjöld.
Núna þarf að taka alvarlega à þessum ójöfnuði og skattleggja þà ríku svo þeir fàtæku þurfi ekki að borga skatta af launum undir kr:680,000 à mànuði. Það er ju sú upphæð sem làgmarkslaun væru núna ef þau hefðu ekki verið tekin út úr verðtryggingunni hér um àrið. Þetta er sú upphæð sem þarf til að halda i við verðlag fra þessum tima. Fàtækt og örbyrgð er öll sprottið af/frà pólitík.
Alþingi setur og breytir lögum ef það er eitthvað sem þeim mislíkar, þà er lögum jafnvel breytt à einni nóttu. Er þetta það sem þið Pólitíkusar viljið sjà? Að Ísland sé í þriðja sæti yfir þau ríki heims þar sem aðeins 10% landsmanna eiga meira en 70% eigna og fjàrmuna landsins?
Og svo erum við meðal fátækustu þjóða OECD ríkjana hvað varðar velferð almennigs.
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.