Gaman að sjá hvernig ríkistjórnin, seðlabankastjóri og samtök atvinnulífsins vinna öll að sama markmiði, beita meira að segja alþjóða gjaldeyrissjóðnum fyrir sig í að berja niður kaupmáttaraukningu til þeirra launa lægstu i þessu þjóðfélagi. Og reyna að ljúga að almenningi að þetta komi þeim tekjulægstu og báðum kynjum best.
Ekki hef ég tekið eftir meira fé í veski mínu þó raftæki hafi lækkað um 20% ekki lifir maður á raftækjum einum saman. Og matvara er nú það helsta a eftir afborgun húsnæðis og sé ég nú ekki betur enn að matarverð sé enn að hækka og það umtalsvert, á meðan það lækkar í löndunum í kringum okkur. Engin ríkistjórn á Íslandi síðastliðin 100 ár hefur ráðið við efnahagslegan stöðugleika nema til þeirra sem allt eiga og eru með laun um og yfir milljón á mánuði. Stöðugleikinn er þeirra, nú geta þeir keypt sér fleiri og dýrari raftæki og i þeirra augum er allt ódýrt, enda er þetta folkið sem kaupir bíla fyrir um og yfir kr:10,000,000.- ég hef ekki efni á að eiga bíl, íbúð og kaupa mér að borða fyrir kr:212,000 á mánuði (fyrir skatta) hvað þá að láta mig dreyma um það...
Þorsteinn Víglundsson sagði fyrir nokkru að meðal dagvinnulaun á Íslandi væru rúmar kr:400,000 á mánuði. Ef það væru nú i það minnsta lágmarkslaun þá gæti maður leigt sér íbúð átt bíl borðað og gert það sem nauðsynlegt þykir.
Tillögur SA eiga sér norrænar fyrirmyndir og ef þær gengju eftir yrði samanburður á vinnutíma, tímakaupi og grunnlaunum eðlilegri og sambærilegri en nú er. Tilboð SA kemur þeim tekjulægstu betur en öðrum og hefur þann eiginleika að draga úr kynbundnum launamun.
Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna aðildarfélaga ASÍ fengju umtalsverðan ávinning með umræddum breytingum. Tillögur SA voru enn í mótun milli aðila og umræðum um þær hvergi lokið, þar með talið að varpa ljósi á áhrif breytinga á einstaka hópa og bregðast hugsanlega við þeim.
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.