22.5.2015 | 22:44
Tökum Færeyinga okkur til fyrirmyndar, Haffi skrifar
Forstjóri Brims ehf hefur greinilega ekki fylgst nógu vel með þar sem hann staðhæfði það i fréttum í gærkveldi að engin þjóð byði út kvótann (Færeyingar gera það með góðri raun) og svo segja útgerða risarnir einnig að svona útboð leiði til hruns í greininni. En þeir sjálfir leigja smærri útgerðum kvótann á kr:200 pr kg (en fá hann sjálfir fra ríkinu a kr:18 pr kg) á meðan Færeyingar leigja hann á kr:70 pr kg.
Er ekki rétt að hætta að hlusta á útgerðarisana og leyfa þeim þa bara að fara a hausinn, þvi nógu margir eru um að vilja veyða fiskinn og eru til i að borga fyrir það það verð sem markaðurinn leyfir hverju sinni.
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Færeyingar seldu makrílkvótann en það voru ekki Færeyingar sem höfðu efni á að kaupa hann. Færeyingar seldu fyrirtæki í Hong Kong makrílkvótann á uppboði. Fyrirtæki í Hong Kong greiða enga skatta í Færeyjum og á verksmiðjuskipinu unnu engir Færeyingar. Ekkert af þeim makríl fór til vinnslu í Færeyjum og 70 krónurnar voru það eina sem Færeyingar sáu. Það er auðvelt að borga 70 krónur þegar launakostnaður, rekstur og skattar eru á Hong Kong verði.
Á sama tíma voru skattar og gjöld sem ríkið tók af útgerð og vinnslu hér á landi um 100 krónur á hvert kíló makríls. Verð á makríl er um 200 krónur kílóið. Og þegar sjómenn hafa fengið sinn þriðjung og ríkið sína skatta og gjöld á eftir að greiða allan rekstur og sýna einhvern hagnað til að réttlæta áhættuna. Sumum tekst það en öðrum ekki, því fer útgerðum fækkandi. Engin atvinnuvegur á Íslandi er eins skattpíndur og sjávarútvegur og sjávarútvegur er eina greinin þar sem segja má að gjaldþrot séu regla en ekki undantekning.
Vagn (IP-tala skráð) 23.5.2015 kl. 01:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.