11.6.2015 | 08:16
Heim 3.6.15
Ég flúði heimili mitt og dalinn minn í fyrrahaust vegna meingunarinnar frá eldgosinu sem lá eins og svört slæða yfir firðinum og gerði mig svo veikan að ég ætlaði ekki að komast heim aftur ef ég yfirgaf húsið með lokaða glugga til minnstu útréttinga í bænum svo sem að afla mér matar.
Þegar ég sneri heim aftur nú fyrir hálfum mánuði var líkast því að ég hefði aldrei átt hér heima varðandi suma þá þjónustu sem ég hafði haft hér um árabil og tilkynnti ég þó rækilega um endurkomu mína heim til mín með góðum fyrirvara án andsvara um að ég þyrfti að sækja um þá þjónustu upp á nýtt er ég hef haft árum saman og það með einhverju umstangi, sem ekki er hægt að sinna nú vegna verkfalls stjórnenda en hefði átt að geta verið löngu lokið fyrir þann tíma hefði ég fengið einhverjar upplýsingar um það er ég tilkynnti mig til stjórnenda.
Ég er ekki enn búinn að fá það í lag þrátt fyrir klögumál á báða bóga í ýmsar áttir sem mörgum þykir sjálfsagt nóg um að ég skuli ekki bara taka þessu orðalaust. Ég festi eftirfarandi klausu af vandanum í ljóaannál minn rúmri viku eftir heimkomu mína til Fjarðabyggðar, en ég held ég hafi aldrei orðið þess var að ráðamenn þessa staðar kunni að skammast sín á hverju svo sem þar hefur á gengið. Ég skrifa um þetta því spilling og ábyrgarleysi trúnarfulltrúa samfélagsins þrífst fyrst og fremst í þögguninni um vandamálin sem þeir skapa:
Heim er ég kominn og halla undir flatt,
hefur í viku nú erlað mér lyktin.
Mér er neitað um baðið ég segi það satt:
Slök er enn Fjarðabyggðar ,,pligtin!
Eru þar flestir aumingjar sem ráða
og ég hvet þá til mannlegri dáða.
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 31949
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.