14.6.2015 | 01:40
Þarf ekki að undrast óróa á vinnumarkaði þjóðarinnar 14.6.15
Ríkisstjórnin hefur vitnað stöðugt í samninga við hinn almenna verkalýð en forðast að nefna fyrri samninga við ríkisstarfsmenn læknastéttarinnar þar sem lagðar voru línurnar að því er á eftir koma skyldi í launaþróun í landinu. Nú er lagasetning í gangi á Alþingi til að stöðva verkföll annarra ríkisstarfsmanna sem hafa þó staðið mun skemur en verkfall lækna áður en samið var við þá.
Ríkisstjórnin vill sliga þá niður í samningum til jafns við smánarlaun verkalýðsins miðað við það sem áður var komið og horfið verður von bráðar í verðhækkanir eins og verið hér hefur samninga fram af samningum.
Verkalýðsforustan hefur brugðist okkur eina ferðina enn. Verðtrygging er algjör forsenda launa á meðan hún er ekki afnumin af lánunum. Það er ekkert annað sem getur haldið aftur af gróðapungum fjármagnseigenda til verðbólgu og víxlhækkanna.
Ég sagði strax í upphafi við kröfur þær er læknar gerðu: Setjið strax lög á þessa deilu og skaffið þeim þá krónutölu sem ríkisstjórnin telur sig geta látið ganga áfram heilt yfir allar stéttir landsins.
,,Fari þeir sem fara vilja og komi þeir sem koma vilja", hefur Ingvi Hrafn sagt þrásinnis varðandi kjaradeilurnar á ÍNN sjónvarpsstöðinni. Það þarf engan að undra er þeir sem stjórna og ráða lögum og lofum í landinu, jafnt ríkisstjórnir sem aðrir er beita þegna sína misrétti og kúgun við hvert tækifæri eins og ég tel að hér hafi lengi ríkt, að fólkið reyni að brjótast út úr herkvínni með einhverju móti.
Mér er þó mesta og nærtækasta spurnin: Hvar skyldi allur auður öryrkja og aldraðra vera? Því ætli hann geti ekki staðið nú undir allri velferð hálaunamanna eins og hann hefur ætíð gert best ég veit?
Að síðustu sígildustu orð sem ég hef heyrt og þekkt lengi vel: Kjósirðu Fjórflokkinn færðu hann í bakið!
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 31949
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.