Stjórnarsiðir góðir 17.6.15

Ég hjó eftir þeim ótrúlegu óforskömmugheitum stjórnvalda í fréttunum nýlega að reglur þær sem þau setja um viðmiðanir er nefnd sú á að hafa sem gera á nú launaplanið fyrir verkfallsbann opinbera starfsmenn miðast ekki við það sem samið hefur verið um áður við aðrar opinberar stéttir heldur skal það bara vera frá dagsetningu í maí síðastliðnum en síðan þá hefur einungis verið samið við almennan verkalýð en í mánuðunum þar áður fóru fram samningar sem gerðir hafa verið við opinbera launamenn kennara og lækna og viðmið af þeim samningum má launanefndin nú ekki hafa til hliðsjónar.

Mér finnst nokkuð einsýnt með það að fyrir utan það að hér séu stjórnvöld eina ferðina enn gróflega að brjóta stjórnarskrána hvað svo sem dómstólar segja þar um en þeim var þegar stefnt, þá séu þarna að verki misyndismenn sem ekki hafa getað náð á því tökum að kunna skammast sín!

Hér stjórnarsiðir góðir halda sig í vari,

hamraðar eru stjórnarskrárbrotaneglurnar.

Er það nokkur furða þótt vel ekki fari

fái sá óheiðarlegi alltaf að semja reglurnar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband