6.9.2015 | 08:05
Kæra til umboðsmanns Alþingis!
Efri-Skálateigi 2, 1.9.15
Góðan daginn embætti Umboðsmanns Alþingis!
Ég hefði nú reyndar í þessu tilviki frekar viljað kæra umboðsmanninn sjálfan sem óhæfan frekar en að kæra þetta mál til hans svo forkastanlegt tel ég að hann skuli ekki hafi tekið á því ótilkvaddur og efast reyndar ekki um að kærur um það hafi borist til hans frá fleirum en mér svo alvarleg að ég tel lögbrot ráðamanna landsins hafa verið þar í gangi.
Já, ykkur rennir sjálfsagt strax í grun um hvað málið fjallar það er svo augljóst að ég hafi sem aðrir í mínum launahópi viljað fá kauphækkanir í samræmi við aðra og ekki einhverntíman langt á eftir öðrum eitthvað af því sem mér ber en Bjarni Ben fjármálaráðherra hefur tilkynnt í sjónvarpi að svo muni verða eftir næstu áramót.
Ég hef kært áður til þessa umboðsmanns ólög sem ég tel stangast gróflega á við stjórnarskrá og mannréttindi að ég og konan mín vegna heilsuleysis þurfum að reka tvö heimili og fáum ekki heimilisuppbót. Jú, blessaður öðlingurinn hunsaði mig ekki á því að fjalla um og rannsaka vel málið og afgreiða það en allt samkvæmt ólögunum sem ég var að kæra til hans og fékkst ekki með nokkru móti á nokkurn hátt til að taka afstöðu um stjórnarskrár- og mannréttindabrot þessi sem eru því enn í gangi og óheft með öllu um 7 árum síðar
Hvað á að gera við ófæra embættismenn sem festa setu sína árum saman í kerfinu eins og t.d þessi umboðsmaður sem nú situr? Það er svo sem lítil bót og kannski ekki sanngjarnt að fara að nefna þar einn til sögunnar því þeir eru svo margir sem svíkja umbjóðendur sína og alltaf á sama veg að níða niður þá þegna þjóðarinnar sem bágast eiga með að fá af lifað í landinu.
Ég segi við umboðsmanninn að lokum að þótt svo ég telji það álíka áhrifaríkt og að skvetta vatni á gæsir að fást um aðgerðarleysi og umboðssvik embættismanna að þá hefur þó allavega vesæll maður borið sig illa undan undan þér og að máltækið segir það sem ég held að geti átt hér vel við: ,,Hvað sér sér vesælla! Ég skora á þig að segja af þér vegna þess að þú valdur ekki embættinu!
Kveðja,
Einar Sigfússon 1704423349
Es tölvusamrit til Öryrkjabandalagsins
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.