7.9.2015 | 14:19
Flóttamannavandinn 6.9.15
Það er vel vitað af langvarandi reynslu af stjórnvöldum á Íslandi að þeir sem bágt eiga hafa ekki átt upp á pallborðið hjá þeim með aðstoð til að fá lifað af í landinu.
Vinstri öfl stjórnmálanna hér hafa lengst af verið í stjórnarandstöðu og barist þá við hægri öflin gegn níðherferðum þeirra gegn almúganum en lítið sem ekkert tekist að þoka bótum á ástandinu til betri vega, en heilindi í því sem öðru hafa sjaldan legið vel fyrir Alþingismönnum.
Eðlilega fögnuðu margir þegar vinstri stjórn komst loksins á í landinu eftir hroðalegt hrun og ófarir þeirra hægri hvað varðaði fjármál þjóðarinnar og misskiptingu auðs og atlætis landsmanna.
En vinstri stjórnin reyndist í störfum sínum svo gjörsamlega öfug við öll sín fyrri marmið og fyrirheit að í næstu kosningum eftir það töldu menn þó vera skömminni skárra að kjósa aftur yfir sig ófarnaðrbrjálæði gömlu hægri böðlanna er komið höfðu þjóðinni rétt áður á vonarvöl.
Komið hefur fram tillaga um að land okkar taki við 5000 flóttamönnum. Menn hafa lagt þeirri tillögu misjafnt til stuðnings eða foráttu.
Margir telja að stjórnvöld okkar eigi fyrst að sjá sóma sinn í að gera öldruðum og sjúkum lífvænlegt í landinu áður en bætt væri fleiri þurfalingum þar við.
Ég hygg að við sem erum í þurfalingatölu nú munum ekki hafa það neitt skíttnara þótt þessi flóttamannatala verði tekin, því það sé einfaldlega ekki hægt af neinum flokki að forsvara það vegna fylgishruns.
Það voru sterk meðul til falls vinstri stjórnarinnar með Árna Pál sem ráðherra í forsvari að láta sín fyrstu verk vera til endurreisnar fjármálavanda þjóðarinnar að skerða laun öryrkja og aldraðra niður þótt þá vantaði mikið á að hafa nóg fyrir framfærslu til nauðþurfta og þeir höfðu lofað rétt áður fyrir kosningarnar að standa vörð um og greiða síðan allar skerðingar aðrar sem síðar komu, til baka nema þær.
Núverandi stjórn hefur ekki endurgreitt þeim að heldur og heyrði ég hjá vísum þjóðfræðingi í útvarpi fyrir skömmu að það nemi nú 40000 kr á mánuði og þeir muni ekki fá það bætt í náinni framtíð. Svo skilja þingmenn þessara flokka ekkert í því núna að fylgið hafi hrunið af þeim í skoðanakönnunum.
Ég vil benda á að þessi tala 5000 manns er vart meira en bara það sem hinir alkunnu líknarar læknastéttarinnar hafa látið hafa sig til að murka lífið úr þegnum landsins í fóstureyðingum síðustu fjögur ár.
Þannig má það teljast til eðlilegrar fólksfjölgunar síðustu 4 ár í landinu að taka á móti þessum fólksfjölda, burt séð frá allri mannúð og góðvild til líknarmála og mannréttinda sem ég trúi að stjórnvöld okkar fyrirlíti meira en flest eða nokkuð annað.
Bankarnir og lífeyrissjóðirnir eiga urmul af ónýttu húsnæði sem tekið hefur verið af fólki fyrir óráðsíuráðslag stjórnvalda sem ég tel vera hina verstu fjármálaglæpi samtímans og hrakið það í vesöld hópum saman af heimilum sínum og gert það að enn verra en öreigum með því að láta skuldir búnar til með ólögum fylgja þeim.
Því skyldu stjórnvöld ekki alveg eins geta tekið húsnæðið af fyrirtækjum eins og fátæklingum með einhverjum hætti og tekið það í notkun fyrir bágstadda?
Flóttamanna flýr nú hjörðin
fyrir brjáli af valdhöfum grimmum.
Færi ekki vel á að fylla í skörðin
Frónsbúanna drepna af krimmum?
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.