Segðu af þér Sigmundur15.9.15

Oft til vega viðundur

veður í fenið gljúpt!

Segðu af þér Sigmundur,

sokkinn ert of djúpt!

Samkvæmt landslögum, best ég veit, á kaup aldraðra og öryrkja að fylgja eftir launaþróun annarra í landinu.  Nú liggur fyrir í fjárlögum að svo muni ekki verða hvað sem lög um segja og að þeir fái ekki greiddar aftur í tímann þær hækkanir sem aðrir hafa fengið mörgum mánuðum fyrr og ekki heldur það sem vinstri stjórnin skerti þá um og ku nú nema 40 þúsund krónum á mánuði sem þá hefur vantað lengi að auki og hvað þá að þeir fái það borgað aftur í tímann með vöxtum og vaxtavöxtum eins og allir hálaunamenn hafa fengið sem lentu í skerðingu á launum.

Þetta er auðvitað ótrúleg niðurlæging manna sem vilja teljast heiðarlegir og heilir á geði, níðingsháttur og virðingarleysi fyrir sjálfum sér og við fátæka, svik á svik ofan við aumustu og verst settu þegna landsins, sem vantar mikið uppá að hafa nóg til brýnustu nauðþurfta. En þetta er bara gamla og alkunna sagan sem alltaf er að endurtaka sig. Virðulegustu menn með hástau og hvíta kraga leggjast hundflatir í forina þegar aurar eru annarsvegar.

En engar breytingar til betri vega fyrir fátæka og sjúka í landinu máttu vera fyrirvitaðar öllum landsmönnum þótt ekki væru þeir meira en mikið minna en hálfvitar ef að þeir kysu Fjórflokkinn svo oft sem hann hefur brugðist trúnaði sínum og alið á örbyrgð og fátækt stórs hluta þjóðarinnar en hlaðið auði takmarkalaust undir aðra á þeirra kostnað.

Þar má nefna núna t.d. við hálaunamenn læknastéttarinnar og á sama hátt gerðist það árið 1980 að þeir fengu 40% sem var 10 sinnum meira í prósentum en það sem hinn svokallaði verkalýður fékk en núna hefur það verið að sögn vísra manna 70% og hvað skyldi það nú vera mörgum sinnum meira í krónum talið en það sem verkalýðurinn fær?

Hvað svo sem um pólitíkina hér má segja verður óréttur og misrétti alltaf til að vekja upp óánægju og vandamál hvar sem honum er beitt og á því virðist ekkert lát ætla að verða á næstunni. Síðasta dæmið um það er að öldruðum og öryrkjum er nú ætlað að fá 9% ofan á sitt litla smánarkaup, einhvern tíman á næsta ári sem eru bara smáaurar miðað við öll hin ósköpin í þúsund köllum og tugum þúsunda ofan á háu launin.

Skyldu umboðsmenn þjóðarinnar til trúnaðarstarfa halda að slíkt geti gengið til langframa sem verið hefur án uppreisnar og ógnarástands í þjóðlífinu? En svo má teljast að verið hafi hér í landinu langtímum saman í langa tíð og ei verður fyrir endann á því séð og eða afleiðingunum. - Það er svo varla von á að Fjórflokkurinn skilji í fylgishruni sínu í skoðanakönnunum!

 

Sigmundar Davíðs sálin brenni,

- svíðingslund er bágt að brúka!                 

Slíkt gera ei nema siðlaus ómenni,

svíkja laun við aldna og sjúka!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband