Dópara- og hvítflibbarefsingar 11.10.15

Í sjónvarpinu í gærkvöldi var kona frá Portúgal að segja frá aðferðum þeirra gagnvart dópistum sem gefið hefðu miklu betri reynslu en fyrri aðgerðir gegn þeim.  Þær beinast að því að þar sé um sjúkt fólks að ræða sem þurfi hjálpar við en ekki harðar og niðurlægjandi refsingar.  Þar er nýlegasta dæmið hér á landi 11 ára fangelsisdómur konu sem gerðist burðardýr á 20 kílóum af hörðu efni muni ég rétt. 

Til samanburðar mati stjórnvalda til refsinga skaðvalda þjóðfélagsins hér eru svo á sama tíma tuga og eða hundraða milljarða fjármálasvikarar og svindlarar á almenningi í trúnaðarsýslu bankanna með fárra mánaða eða ára fangelsisdóma.

Ég vil skipta á dómalengd fátæku konunnar og þriggja og hálfs árs dómi Sigurjón Árnasonar bankastjóra og trúnaðarfulltrúa við þjóðfélagið. Það hefur goldið mikið afhroð af sviksemi hans, og auðvitað ásamt fleiri hans líkum í fjölda tilfella og kostað mikinn tíma og almannafé að koma til dóms og teldi ég það mikið sanngjarnara en að níðast svo hrapalega á fátækri konu að reyna að bjarga sér trúlegast frá sárri neyð og örbyrgð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband