5.12.2015 | 03:41
Breyskur maður 8.11.15
Eitthvað gott hjá öllum blundar,
æru sína hollt mun brýna.
Nú skaltu teygja þig til fundar
og tala við samviskuna þína.
Í okkar þjóðlífi valsa kann vítt
villtur og grimmlyndur perri.
Ég er breyskur maður og bætir mér lítt
þótt bófinn hver margur sé verri.
Syndajátning 25.10.15
-Ég játa fyrir þér
að ég hef margsinnis syndgað
í hugsunum, orðum og gerðum,
sagði sérann
í útvarpsmessu dagsins í dag.
Það er í meira lagi óvenjulegt
að embættismaður beri að sér
ófarnaðarorð.
Til dæmis hefur þar enginn enn
á sig sakir játað
af sukkfarnaði hrunsins.
Löglegt er siðlaust 30.10.15
Ýmsir um fara í óða og spretti
og ekki skeyta neinu um aðra.
Framúrakstur af vegi Flosa setti,
fantur drap hann eins og naðra.
Ef við lifum slíkar aðfarir af
erum við heppnir!
Það er ekki sama
hvernig menn eru drepnir!
Úr fréttum st.2, 13.11.15
Fötluðum einstaklingi
færa má helst vers
og vænta að lífið foreldranna
fái að bíða hvers?
Það má drepa börn í móðurlífi
en ekki utan þess.
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.