11.12.2015 | 13:34
Meistari Haffi sendi mér póst um launamálin 11.12.15
Það kalllast brot á stjórnarskrá ef einhverjir hópar fólks fá laun undir lágmarksviðmiðun.
Dæmigert neysluviðmið velferðaráðuneytisins frá árinu 2006.
Dæmigert viðmið fyrir útgjöld einstaklings sem býr á höfuðborgarsvæðinu í eigin húsnæði er 291.932 kr. Dæmigert viðmið fyrir útgjöld hjóna með tvö börn sem búa á höfuðborgarsvæðinu í eigin húsnæði er 617.610 kr. Þá er gert ráð fyrir að annað barnið sé á leikskóla en hitt í grunnskóla þar sem keyptar séu skólamáltíðir og frístundavistun.
p.s. Þetta neysluviðmið var gefið út árið 2006 og eftir það er íslenska krónan búin að falla um 50% og vöruverð einnig hækkað um allt að 30% til viðbótar. þannig að núna þarf sama neysluviðmið að vera kr:583.864.- & þá er ekki gert ráð fyrir 30% vöruverðshækkununum. En þá þirfti þessi upphæð að vera kr:758.160
Sem er ekkert annað en rétt lágmarkslaun ef við ætlum að bera okkur saman við hin Norðurlöndin, eða það gerðu læknar og alþingismenn þegar þeir fengu sínar launahækkanir síðast og það meira að segja afturvirkt.
Vöruverð hér er c.a. 30% hærra en á hinum Norðurlöndunum, svo ekki sé nú minnst á vextina sem eru hér um og yfir 10% en á hinum Norðurlöndunum þetta frá 1-4%
Almenningur gæti sætt sig við kr:300,000 á mánuði hér ef vextir væru undir 5% og vörur og þjónusta væri 30% ódýrari. & Þá þirftu skattleysismörkin að vera kr:300-350.000
Lítið dæmi:
16 millj kr óverðtryggt húsnæðislán til 20ára á Íslandi kr:190,000 pr mán
16 millj kr ,,engin verðtrygging þar" húsnæðislán til 20ára í Danmörku kr:85,000 pr mán
Þetta dæmi sýnir skýrt hvað miklu mundi breyta fyrir venjulegan launþega að geta auðveldlega fengið greiðslumat til kaupa á fasteign að upphæð 20-25millj
En eins og staðan er í dag er nánast engin möguleiki fyrir venjulegan launþega að fá greiðslumat til kaupa á fasteign, allt vegna vaxta okurs.
- Ég vil bæta hér við bréfið orðum frá sjálfum mér að ég tel að vinstri flokkarnir sem verið hafa í stjórn séu búnir að sýna okkur það og sanna að þeir eru síst skárri ef ekki verri þeim hægri er kemur til kastanna að bæta velferð láglaunamanna og þess fólks er illa er statt í þjóðfélaginu, svo ekki má heldur kjósa þá.
Þá má minnast þess til sönnunar því að þeirra fysta verk var það að skerða laun aldraðra og öryrkja og það síðasta að sjá svo um að þeir fengu það ekki borgað til baka sem allir aðrir hlutu þó er fengu skerðingar á sig.
Hægri menn hafa svo haldið sig við sama háttarlagið og taka engu tali um neitt annað þótt vinstri flokkarnir láti nú svo sem þeir vilji annað þegar þeir ráða engu um það, kv. Einar
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.