Ég endurblogga af fátækraumræðunni sem er í gangi 25.12.15

Bergur Ísleifsson · Skoðari at Ut vil ek
Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks höfðu það í hendi sér fyrir jólin að gera líf öryrkja og aldraðra sem glíma við sára og þunga fátækt örlítið léttara með því að segja "já" við tillögu um sömu afturvirku hækkunina og þeir sjálfir fengu. En þeir sögðu "nei" við þessari sjálfsögðu aðgerð þessir pótintátar hinna ríku í þjóðfélaginu... og sýndu þar með enn og aftur að þeim er alveg sama um þá landsmenn sem minna mega sín. Gleymum þessu ekki. Hér er listi yfir þessa ömurlegu "þingmenn" sem stóðu ekki með þeim sem þörfnuðust þess mest. Tryggjum að þetta fólk fái aldrei aftur kosningu til Alþingis.

Ásmundur Einar Daðason
Ásmundur Friðriksson
Bjarni Benediktsson
Brynjar Níelsson
Einar K. Guðfinnsson
Elín Hirst
Elsa Lára Arnardóttir
Fanný Gunnarsdóttir
Frosti Sigurjónsson
Guðlaugur Þór Þórðarson
Hanna Birna Kristjánsdóttir
Haraldur Benediktsson
Haraldur Einarsson
Jóhanna María Sigmundsdóttir
Karl Garðarsson
Líneik Anna Sævarsdóttir
Óli Björn Kárason
Páll Jóhann Pálsson
Sigríður Á. Andersen
Sigurður Ingi Jóhannsson
Sigurður Páll Jónsson
Silja Dögg Gunnarsdóttir
Unnur Brá Konráðsdóttir
Valgerður Gunnarsdóttir
Vigdís Hauksdóttir
Vilhjálmur Árnason
Vilhjálmur Bjarnason
Willum Þór Þórsson
Þorsteinn Sæmundsson

Ég orti ljóðaummæli við færsluna Einar:

 

Ætli sé ei dásamlegt að vera til

og auði að sér mega róta,

aumingjum bágyndi að gera skil

og eðlis síns fá að njóta?

 

Ýmsir eru svo í soranum seigir

að við svívirður gera sér dælla.

Það mun með réttu er sagan segir

að hvað sér sér vesælla!

 

Það mun fjölda manna þykja sem grín

þótt þrautkvaldra hlægi ei kjaftur,

kauðar sem að ei kunni skammast sín

kosnir séu til Alþingis aftur.

 

En detta helst af Alþingi

þeir sem dröslast ei með

ærulausum örvitalingi

sem fullur ótrúnaðar æsir sitt geð

og uppfærir vanmetagemlingi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband