4.1.2016 | 09:56
Það heyrist hvergi talað um að þingmenn séu misnotaðir
Ég hef orðið fyrir sárum vonbrigðum með framsóknarfulltrúann er farið hefur fyrir fjárlaganefnd Alþingis að undanförnu. Það er kannski aðallega fyrir það að mér fannst hún fara óvenju mannlega af stað í upphafi á þingi og átti ég öðru og meiru af henni að vænta en raun hefur orðið á. Næstsíðusu fiárlaga er hún stóð fyrir minntist ég á þennan hátt og vart á ég betri orð um þau síðari:
Formaður fjárlaganefndar 9.12.14
Ef ég ætti mér bæn að bera fyrir Drottinn,
bæði ég innilega Vigdís mín að þú dyttir í lukkupottinn
að fá að lifa á ölmusum og örorkulaunum,
ekkert henti þingmann betra en lenda í þeim raunum.
Það er talið líkast því að öðlaðist heiminn hálfan
en hver skilur dýrðina fyrr en káfar uppá hann sjálfan?
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.