10.1.2016 | 09:21
Poppólismi 10.1.16
,,Sitthverjum augum lítur hver silfrið, segir gamalt máltæki. ,,Lögreglustjóri í Reykjavík sakar pírata um poppúlisma og fer hörðum orðum um fjölmiðlamenn, hljóðar til fyrirsagna á fréttamiðli núna. - Hvað skyldi nú þessi poppúlismi vera sem hann sakar þá um, spyr ég fávís maðurinn? Mér skilst það muni vera að draga fram það sem fólk vill heyra og sjá. Ég vil aðeins draga hér fram hvernig þessi umræddi poppúlismi lögreglustjórans kemur út fyrir mér sem almúgamanni:
Já, það eru margir hræddir við pírata og fjölmiðlamenn sem hverja aðra er reyna að vera sæmilega heiðaðarlegir og standa sig í störfum sínum. Það er ekki von að lögreglumenn langi í eftirlitstofnun til höfuðs mútum og hverkyns spillingar, sem ég tel að hljóti að þrífast á Íslandi í meira eða minna mæli sem allstaðar annarsstaðar í heiminum. Píratar hafa víst lagt til að svo yrði gert og fjölmiðlamenn reynt að grenslast fyrir og upplýsa þjóðina um þær væringar og fangelsanir í liði lögreglumanna sem verið hafa í gangi að undanförnu.
Lýðhylli er ei allra manna,
undrar hvern er veldur hörmum.
Poppúlismi píratanna
plága að þykir mörgum görmum.
Mér finnst í öðru lagi að hver maður ætti að geta séð að lögreglan geti ekki með góðu móti rannsakað sjálfa sig. Ég held að tíðasta reynslan af spillingum sé sú að oftar en ekki nái hún alla leiðina upp á topp hvar sem hún hrærist.
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.