Völd forseta Íslands 14.2.16

Þeim er eðlilega illa við það þingmönnunum okkar þegar þeir eru að setja lög til að níða niður réttindi fólksins að gripið sé inn í með því að vísa því til fullnustu þjóðarinnar hvort hún sé með því eða á móti.

Það er ekki gott að vita hverslags frambjóðandi til nýs forseta verður ofan á að kosningum loknum. Ég segi fyrir mitt leiti að ég tel þar fyrst og fremst að þjóðina vanti mann sem staðið getur í fæturnar varðandi þetta ef um vafaatriði er að ræða.

Ég tel Ólaf forseta hafa klúðrað illa góðum málstað með því að vísa ekki samþykkt síðustu fjárlaga til þjóðarinnar svo sem ég tel heilbrygðiskerfið hafa verið þar illa leikið og svívirðilega brotin lög á öryrkjum og gamalmennum. Mér finnst það ótrúleg niðurlæging forsetans eftir mögnuð inngrip hans í þjóðmál að ljúka ferli sínum með svo aumkunnarverðum ræfildómi. 

Það versta er það sem oft hefur sýnt sig að þjóðin er yfirkeitt nautheimsk þegar kemur til kosninga trúnarmanna samfélags. - Við eigum einn afburðamann sem hefur verið orðaður við embættið það er Sturla Jónsson. Ég vildi svo sannarlega menn hefðu vit til að kjósa hann því okkur vantar núna svo tilfinnanlega hans líka til að standa vörð um líf okkar gagnvart sviksömum og spilltum ríkisstjórnum.

Sturlu Jónsson sterkan kenn

sem styttur mikilmenna

en þjóðin kann ei meta menn

og má á ræflum kenna.

Oft ég horfi öðrum hjá

er lítið skal til varða.

Skemmtilegra er suma að sjá

en aðra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband